Um sjóðinn

Starfsmenntunarsjóður starfar samkvæmt 39. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, sbr. 6. gr. reglna um starfskjör forstöðumanna, nr. 490/2019 og reglna nr. 962/2020.

Rétt á styrkjum úr sjóðnum öðlast sjóðfélagar sex mánuðum eftir að ráðningarsamband hefst og lýkur sex mánuðum eftir að ráðningarsambandi lýkur. Sjóðfélagar eiga rétt á styrkjum fyrstu sex mánuði í launalausu leyfi.

Heimilt er að veita fagfélögum eða stofnunum styrki vegna námskeiða, ráðstefna, þjálfunar eða fræðslu sem tengjast með beinum hætti starfsemi viðkomandi fagfélaga og stofnana og stuðlar að starfsþróun sjóðfélaga, nýsköpun, framþróun og/eða bættu verklagi.

Umsóknum skal skilað inn til Starfsmenntunarsjóðs embættismanna með rafrænum hætti í gegnum umsóknarvef á www.starfsmenntunarsjodur.is.

Hvað er styrkt?

Stuðningur er veittur til þátttöku á ráðstefnum, námskeiðum, til viðurkennds framhaldsnáms með samþykki hlutaðeigandi ráðuneytis. m.a. í samræmi við reglur um starfskjör forstöðumanna nr. 490/2019, eða annars sem samræmist markmiðum sjóðsins. Kostnaður umsækjanda vegna starfsþróunar, þjálfunar (þ.m.t. markþjálfunar og handleiðslu eða annarrar persónulegrar eflingar í hlutverki stjórnanda) eða þekkingaröflunar í samræmi við markmið sjóðsins, svo og ferða- og gistikostnaður sem hlýst af framangreindu er styrkhæfur. Tómstundanámskeið eru ekki styrkhæf.

Fjárhæðir

Hámarksupphæð styrkja til sjóðfélaga er 1.000.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.

Greiðslur

Greiðslur úr sjóðnum fara fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir útlögðum kostnaði með frumriti reikninga eða öðrum sannanlegum hætti. Framvísa þarf reikningi sem sannanlega er greiddur af sjóðfélaga sjálfum. Í byrjun hvers árs eru sendar upplýsingar til skattyfirvalda þar sem gerð er grein fyrir styrkþegum og styrkfjárhæðum næstliðins árs. Sjóðfélagi ber ábyrgð á því að varðveita frumrit reiknings vegna þess kostnaðar sem styrkur hefur fengist fyrir til að afhenda skattyfirvöldum sé þess óskað.

Stjórn sjóðsins

Í stjórn sjóðsins sitja þrír fulltrúar skipaðir af fjármála- og efnahagsráðherra, þar af einn samkvæmt tilnefningu Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Einn þeirra gegnir jafnframt formennsku. Stjórn sjóðsins getur ráðið til sín starfsmann til að annast umsýslu og afgreiðslu umsókna, greiðslu styrkja í samræmi við fyrirmæli stjórnar og ritun fundargerða. Stjórn sjóðsins fundar eftir því sem þurfa þykir til að fjalla um umsóknir og aðkomu sjóðsins að einstökum verkefnum.

Stjórn:
Þröstur Freyr Gylfason, formaður
Stefán Guðmundsson
Margrét Hauksdóttir

Starfsmaður sjóðsins er Þyri Hall

Stjórn sjóðsins heldur fundi mánaðarlega að jafnaði, þar sem fjallað er um umsóknir sem bárust milli funda.

Starfsmenntunarsjóður embættismanna
[email protected]